Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum klukkan hálfsex í morgun. Maður var skallaður í andlitið og gerandinn farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Málið er í rannsókn.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá bílveltu sem varð á Vesturlandsvegi kl. hálfníu í morgun. Lögregla og sjúkrabíll fóru á vettvang en ekki er vitað um meiðsl á ökumanni.