Leit er hafin að nýju að Páli Mar Guðjónssyni sem talið er að hafi farið út í Ölfusá með bíl sínum á mánudagskvöld. Samkvæmt frétt á RÚV var leitað með sjö drónum upp úr hádegi í dag. Leitin bar ekki árangur. Alls fimmtán manns hafa stýrt drónunum. Ef leitin skilar ekki árangri í dag mun henni verða haldið áfram klukkan tíu í fyrramálið.
Páll er fæddur 28. júlí 1968, til heimilis að Stekkholti 11 á Selfossi. Hann er ókvæntur og barnlaus.