fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Halldór Benjamín er feginn að vera ekki á Facebook

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. mars 2019 13:14

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að mín mesta gæfa í lífinu sé að vera ekki á Facebook, ég sé aldrei eftir þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, en hörð umræða um kjaramál á sér stað á samfélagsmiðlum og er yfirlýsing Halldórs gefin í því samhengi. Halldór var í viðtali á Hringbraut og Kjarnanum. Hann er afar óhress með miklar launahækkanir nokkurra ríkisforstjóra sem hafi sent kolröng skilaboð inn í kjaraviðræðurnar:

„Þetta hefur valdið mjög miklum skaða. Það er mjög erfitt fyrir okkur að kljást við þetta. Þetta eru sið­ferð­is­leg álita­efni, þetta eru kannski hlutir sem skipta kannski ekki öllu máli í þessu þjóð­hags­lega sam­hengi en hafa ofboðs­lega slæm áhrif á mórall­inn í þessum við­ræðum og þar af leið­andi eitt­hvað sem ég hef talað mjög hart gegn.“

Halldór segir jafnframt í viðtalinu að lausnir í húsnæðismálum væru lykillinn að bættum hag landsmanna. Halldór ræddi einnig um áhrif mikillar verðbólgu á hag heimila:

 „Það er örugg­lega engin þjóð sem er betur að sér í áhrifum verð­bólgu á hag almenn­ings en akkúrat Íslend­ing­ar. Við munum alveg hvernig er að kljást við fast­eigna­lán í vax­andi verð­bólgu. Við eigum að forð­ast að hleypa verð­bólg­unni af stað og við eigum að forð­ast það að ganga svo hart að fyr­ir­tækj­unum í land­inu að þeirra eina and­svar verði að fara í upp­sagnir í mjög stórum stíl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim