fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Verkfall samþykkt hjá Eflingu með afgerandi meirihluta atkvæða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. mars 2019 07:45

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsmenn í Eflingu, stéttarfélags á hótelum og gististöðum, samþykktu tillögu um verkfallsboðun á hótelum föstudaginn 8. mars frá 10 að morgni til miðnættis. 89% þeirra sem kusu samþykktu verkfallsboðunina. Verkfallið mun ná til um 700 manns sem starfa við þrif á hótelum.

Á Facebooksíðu Eflingar kemur fram að 7.950 félagsmenn hafi verið á kjörskrá og að 862 hafi greitt atkvæði. Kosningaþátttakan var því tæplega 11%. 769 samþykktu verkfall, 67 voru því andsnúnir og 26 tóku ekki afstöðu.

Efling mun afhenda Samtökum atvinnulífsins og Ríkissáttasemjara verkfallsboðunina í dag þegar skrifstofur þeirra opna.

Á Facebooksíðu Eflingar er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að niðurstaðan sé byr undir báða vængi í þeirri baráttu sem er framundan.  Þeir hafi sent skýr skilaboð með atkvæðum sínum.

Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ólögmæta og hafa höfðað mál gegn Eflingu fyrir félagsdómi. Niðurstaða félagsdóms mun væntanlega liggja fyrir áður en boðað verkfall á að hefjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim