fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Glæsikerru fiskikóngsins stolið: „Ógeðfellt að þeir fóru inn í húsið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. mars 2019 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er afar ógeðfellt að þeir fóru inn í húsið. Það er það sem mér finnst verst í þessu máli, hitt eru dauðir hlutir,“ segir Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins (og gjarnan kenndur við verslunina) og Heitirpottar.is í viðtali við DV. Glæsilegri Range Rover bifreið Krisjáns var stolið fyrir utan heimili hans og fór þjófarnir inn í húsið á meðan íbúar sváfur og tóku bílllyklana sem voru á sama stað og gögn sem Kristján var að fara að afhenda í dag.

Kristján er til heimilis að Stórakri 6 í Garðabæ og að hans sögn er nú farinn í gang þjófnaðarfaraldur í hverfinu í annað sinn á stuttum tíma. „Það var farið inn í bíl nágrannans við hliðina,“ segir hann en Kristján er ekki ánægður með viðbrögð lögreglu við tilkynningu hans.

„Hann sagði mér að koma niður á stöð því þeir færu ekki í útköll út af svona málum. Þetta finnst mér ekki góð þjónusta. Ég sagði þá að ég vildi tilkynna innbrot því augljóslega hefði verið farið inn í húsið til að ná í lykilinn. Þá var ég spurður um ummerki eftir umbrot, t.d. hvort væri brotin rúða, en ég gat ekki séð það. Þá var mér sagt að ég yrði að koma niður á stöð. Það var hins vegar vel tekið á móti mér þar.“

Það tók Kristján nokkuð langan tíma að átta sig á því að bíllinn hefði verið tekinn. Hann á tvo syni með bílpróf og hélt fyrst að annar þeirra væri á bílnum. Alls á hann sex börn en eiginkona hans er heimavinnandi.

Kristján segir að lögreglan átti sig ekki á því að það séu rakningartæki í svona bílum og því eigi að vera hægt að staðsetja þá. Hann vonar einnig að eftirlitmyndavélar sem settar voru upp í nágrenninu eftir síðasta þjófnaðarfaraldur skili gögnum sem hægt er að byggja á.

Umfram allt treystir Kristján á vökult auga samborgara sinna. Mikilvægt er að sem flestir deili þessari frétt svo allur netheimur sjái myndina af bílnum og lýsingu Kristjáns. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um bílinn eru beðnir um að hringja í síma 896 0602. Stöðufærsla Kristjáns um málið er eftirfarandi:

Stolinn bíll

Getið þið aðstoðað mig. Bílnum mínum var stolið í nótt fyrir utan heimilið mitt. Range Rover Hvítur bílúmerið er NLY35.

Sennilega farið inn á heimilið mitt og bíllyklar teknir og bílnum stolið. Ég á heima í Garðabæ að Stórakri 6.

Ég hafði samband við lögregluna, nú rétt í þessu og það er ekkert hægt að gera. Verð að mæta niður á lögreglustöð og tilkynna þjófnaðinn. Verð þá bara að taka strætó, þangað.

Ég sagði viðkomandi lögreglumanni að ég ætlaði að tilkynna innbrot inná heimilið mitt. Hann spurði hvort það væru einhver ummerki, brotið gler, hurð spörkuð upp eða slík. Ég sagði, nei, hef reyndar ekki athugað það 100%, en þá sagðist hann ekki geta sent bíl, eða menn til mín. Yrði að fara niður á lögreglustöð og tilkynna þetta líka.

Hvurslags þjóðfélag er þetta eiginlega.

Ég ætla að taka strætó núna, ætli það verði ekki búið að loka lögreglustöðinni og ég þurfið að bíða fram til mánudags.

En ef þið sjáið bílinn, þá megið þið hafa samband, 896 0602

Endilega deilið fyrir vængbrotinn pabba, 6 barna, sem vantar bílinn sinn til þess að skutla börnunum og komast til og frá vinnu.

Bíllinn er nákvæmlega eins og á mynd, sömu felgur og sami litur á öllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim