„Bíllinn er fundinn, þökk sé DV,“ sagði Kristján Berg, alsæll í samtali við DV. Glæsilegum fjölskyldubíl hans, Range Rover, var stolið en hinir ósvífnu þjófar brutust inn í hús hans og fóru þaðan með bíllykilinn. Kristján auglýsti eftir bílnum á Facebook-síðu sinni en tilkynningin var líka birt á dv.is þar sem rætt var við Kristján. Þá tóku netheimar við sér og einn lesandi DV sem hafði séð til bílsins hafði samband við Kristján.
Kristján hafði samband við lögregluna sem fór á vettvang og lagði hald á bílinn. Bíllinn er nú kominn aftur í hendur Kristjáns. Aðspurður hvort einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins segir Kristján:
„Nei, veit ekki um handtökur. Vil heldur ekki blanda mér í svona vitleysu. Hef nóg með mína fjölskyldu og fyrirtæki. Á sex börn og lifi normal fjölskyldulífi. Hef engum gert neitt illt. Skulda engum neitt. Þetta stuðar mig, mína vini og mína fjölskyldu.“
Kristján og DV þakka lesendum DV kærlega fyrir að dreifa fréttinni með þeim árangri að bíllinn er kominn í leitirnar.