Allt bendir til að málverk eftir naívistann Stefán frá Möðrudal hafi verið fölsuð í stórum stíl. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Stefán var þjóðþekktur maður á sinni tíð og málaði fjölmargar myndir af fjallinu Herðubreið. Hann gekk undir listamannsnafninu Stórval. Lést hann árið 1994. Undanfarið hafa verk eftir Stórval hækkað í verði og algengt er að þau seljist á 2-300 þúsund krónur. Grunur vaknaði um að tvær myndir eftir Stórval sem bjóða átti upp á málverkauppboði nýlega væru falsaðar. Virtur forvörður telur það vera augljóst, það komi fram í undirskriftinni á myndunum og litameðferð. Hann segir margt benda til að verkin séu fölsuð í stórum stíl.
Málið er komið inn á borð héraðssaksóknara.