fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Guðmundur gagnrýnir SÁÁ harðlega: „Einkarekstur félagasamtaka sem eru á ríkisspena“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 14:00

Guðmundur Ingi Þóroddsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segir tíma til kominn að endurskoða þá stefnu ríkisins að dæla fjármagni í félagasamtök á borð við SÁÁ. Tilefnið er yfirvofandi lokun SÁÁ á göngudeild sinni á Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til rekstursins frá ríkinu sé tryggt.

Guðmundur skrifar pistil um málið á Facebook-síðu sína. Þar segir hann að einkarekstur félagasamtaka á ríkisspena sé ekki vænlegur kostur sem meðferðarúrræði fyrir þá sem lenda í fíknivanda. „Því miður hefur reksturinn snúist upp í andhverfu sína frá því reksturinn hófst með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi, þar sem baráttan virðist nú í æ meira mæli snúast um að eltast við aukið fjármagn,“ skrifar Guðmundur. Vill hann láta árangursmæla starfsemi samtaka á borð við SÁÁ og að tími sé kominn til að taka á faglegum vanda samtakanna. Pistillinn er eftirfarandi:

„Eins mikilvægt og það nú er að hafa öflug meðferðarúrræði á Íslandi fyrir þá sem lenda í vanda vegna misnotkunar lyfja eða annarra ávanabindandi efna, þá virðist sem einkarekstur félagasamtaka sem er á ríkisspena sé ekki alls ekki vænlegur kostur. Reglulega er tilkynnt um rekstrarvanda sem kallar á að biðlistar lengjast, ekki er hægt að taka á móti tilteknum hópum samfélagsins – eins og föngum – með ákalli um að þessum hópum þurfi að fylgja fjármagn.

Því miður hefur reksturinn snúist upp í andhverfu sína frá því reksturinn hófst með mannúðarsjónarmið að leiðarljósi, þar sem baráttan virðist nú í æ meira mæli snúast um að eltast við aukið fjármagn. Þrátt fyrir að tryggt hafi verið fjárframlag af hálfu ríkisins til starfsemi göngudeildar SÁÁ á Akureyri í fjárlögum þessa árs, stendur nú til að loka henni – frá og með morgundeginum.

Löngu er kominn tími til að hið opinbera geri árangursmælingar á þeirri starfsemi sem hún lætur aðra inna af hendi. Það er enda ekki hægt að þvo hendur sínar af þeim heilbrigðisvanda sem um ræðir með því að dæla fjármagni í félagasamtök sem virðast hafa takmarkaða samfélagsábyrgð. Nú er lag að taka á þessum vanda – og ég á þar ekki við fjárhagsvanda, heldur hinn faglega vanda!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“