fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Kýldi sambýliskonu sína í andlitið – lagði fram vottorð um þunglyndi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Þann 13. mars árið 2017 tók hann hana föstu taki með báðum höndum og reif hana úr peysunni. Því næst dró hann konuna á hárinu með þeim afleiðingum að hún hlaut sár á framhandlegg. Þann 17. október kýldi hann konuna með krepptum hnefa í andlitið svo hún kastaðist aftur fyrir sig og skall með höfuðið í gólfið. Hlaut konan skurð á enni við árásina.

Ákærði játaði sök fyrir dómi. Fyrir dómi var lagt fram vottorð geðlæknis þess efnis að árásarmaðurinn hefði þjáðst af þunglyndi. Í vottorðinu segir:

„[Ákærði] hefur glímt við þunglyndi lengi og komið til undirritaðs til meðferðar á lækningastofu reglulega frá febrúar 2017. Hann hefur ýmist komið einn eða með sambýliskonu sinni. Þau hafa komið saman og í sitt hvoru lagi undanfarið og það er gott samkomulag milli þeirra nú og hann er styðjandi við hana vegna andlegra veikinda hennar. Hann hefur verið miður sín vegna atviksins sem hann er sakaður um, hún óttast hann ekki og bæði hafa þau náð nokkrum árangri og bata og ekkert hefur komið fram sem bendir til að hætta sé á endurtekningu brots.“

Maðurinn játaði brot sitt og lýsti yfir iðrun. Hann hefur ekki áður komist í kast við lögin. Niðurstaðan var sú að hann var dæmdur í fimm ára fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára. Hann var dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á ríflega 200 þúsund krónur.

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Í gær

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Í gær

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“