fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Ólafur Hand rekinn frá Eimskip: Tók barnsmóður hálstaki og þrengdi að

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 8. febrúar 2019 12:36

Ólafur Hand.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafi William Hand hefur verið rekinn úr starfi sínu sem upplýsingafulltrúi Eimskips. Þar hafði hann starfað í áratug en Viðskiptablaðið greinir frá því að þetta hafi verið gert „samhliða breytingum á skipuriti félagsins og ráðningu nýs forstjóra í janúar“.

Ekki er nefnt að DV greindi frá því í upphafi janúar að Ólafur hafi verið sakfelldur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni. Dómur þessa efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. desember síðastliðinn. Atvikið átti sér stað á heimili Ólafs sumarið 2016 er móðirin hugðist sækja dóttur þeirra og fara með hana í sumarleyfisdvöl til Indónesíu.

Sjá einnig: Ólafur Hand sakfelldur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni – Háttsettur hjá Eimskip – Lýsti umgengnistálmunum í sjónvarpi

Barnsmóðirin, sem fer ein með forsjá barnsins, greindi frá því fyrir dómi að af svörum Ólafs fyrir atvikið teldi hún mega ráða að hann ætlaði ekki að skila barninu í tíma fyrir ferðina þrátt fyrir úrskurð sýslumanns þar um. Vegna þessa og þar sem hún óttaðist viðbrögð hans hafi hún kallað eftir lögreglufylgd.

Sjá einnig: Ólafur ætlar að áfrýja: „Mál þetta hefur tekið mikið á mig og mína fjölskyldu“

Barnsmóðirin kom á vettvang með lögreglumanni og sambýlismanni sínum. Hún fór inn í hús Ólafs í óleyfi þegar Ólafur opnaði fyrir henni. Sagði barnsmóðirin í vitnaskýrslu að hún hefði gert það þegar hún heyrði barnið kalla til sín grátandi álengdar. Ólafur var ákærður fyrir að hafa tekið barnsmóðurina hálstaki og þrengt ítrekað að hálsi hennar, hrint henni þannig að hún féll í gólfið, rifið í hár hennar og ýtt henni utan í vegg.

Hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá er hann dæmdur til að greiða konunni 400.000 krónur í miskabætur og verjanda sínum um 1,5 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi