fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Óvissa um framtíð Toys’R’Us á Íslandi: „Fólk er bara rólegt yfir þessu, þannig lagað“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk er bara rólegt yfir þessu, þannig lagað,“ segir Sigurður Þórir Jónasson, verslunarstjóri Toys’R’Us á Smáratorgi, í samtali við RÚV.

Óvissa ríkir um framtíð þriggja verslana leikfangakeðjunnar hér á landi eftir að móðurfélag þeirra í Danmörku, Top Toy A/S, var lýst gjaldþrota milli jóla og nýárs. Móðurfélagið rak verslanir keðjunnar á Norðurlöndum, þar á meðal á Íslandi, en hvað verður um verslanirnar er í höndum skiptastjórans í Danmörku.

Í samtali við RÚV segir Sigurður að hann og starfsfólk verslananna hér á landi bíði fregna frá Danmörku. Þangað til muni það halda sínu striki og eru verslanirnar opnar í dag.

Á Facebook-síðu Toys’R’Us á Íslandi birtist tilkynning þann 30. desember síðastliðinn þar sem eigendur gjafabréfa voru hvattir til að nota þau meðan það var hægt.  „Athugið þó að þrátt fyrir mögulega lokun gilda venjulegar skilareglur.  Hægt er að fá endurgreitt við skil ef kvittun er til staðar. Annars er hægt að velja aðra vöru í staðinn.“

Sigurður segir við RÚV að birgir hafi verið sendar til landsins milli jóla og nýárs en síðan verði að koma í ljós hvað verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag