fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. júlí 2018 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér með tilkynnist að hitinn í Reykjavík mældist 14,2°C kl. 8 í morgun. Þar með hæsti hiti sumarsins og ársins í höfuðborginni.“

Svo fullyrðir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á Facebook-síðu sinni.

Ástæðuna fyrir hlýviðrinu segir hann ekki hafa neitt með glampandi sól að gera, heldur að hlýja loftið hafi komið sem leifar af fellibylnum Chris, en ekki síður að andvarinn sé austlægur og loftið komi ekki beint úr svölu hafinu.

„Það er nú fyrst síðustu tvo til þrjá dagana sem manni finnst hitafarið loks orðið eðlilegt hér suðvestanlands. Engu að síður stendur meðalhitinn í 9,5°C fyrstu 14 dagana sem er meira en 2 stigum undir meðallagi síðustu 10 ára í júlí í Reykjavík,“ segir Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Í gær

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt