Magnús Geir Eyjólfsson, fyrrverandi ritstjóri Eyjunnar, upplýsir um líklega atburðarás á kosninganótt. Magnús hefur mikla þekkingu á hinu pólitíska landslagi en hann segir:
„Það hefur ekkert komið mér á óvart á kosninganótt síðan Valgerður Sverrisdóttir steig línudans í beinni hér um árið. Það var epískt. Vigdís Hauks er sú eina sem er líkleg til að toppa Valgerði enda rekið hressari og popúlískari kosningabaráttu en borgarstjóraefni í Medellín. Kannanir sýna að það sé lítið að fara að breytast í stjórn borgarinnar þannig að helsta spennan er hvort Facebook-költið hans Gunnars Smára skili inn manni. Og ef það gerist ekki, hvaða költ stofnar hann næst?“