fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Bubbi opnar sig um kvíðann: „Ég fer að væla“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segist fara „algjörlega á tánum“ inn á svið í hvert sinn sem hann heldur tónleika, að hann sé þá ekki andlega staddur í raunveruleikanum vegna kvíða. Þetta kemur fram í viðtalsbroti við Menninguna á RÚV, en þátturinn verður sýndur í heild sinni í kvöld.

Bubbi verður að eigin sögn erfiður við fólkið í sínu nánasta umhverfi þegar líður að tónleikahaldi, allt að tíu dögum fyrr.

„Ég fer að væla, tala um að ég sé slappur og ekki í góðu formi. Ég hélt alltaf að fólk væri að bulla en staðreyndin er að þetta er satt. Þess vegna fór ég að ræða þetta við sálfræðinginn minn,” segir Bubbi og tekur fram að rótin að kvíðanum að mati sálfræðingsins tengist æsku hans.

„Við fórum yfir þetta og skoðuðum þetta. Þannig að ég held að ég sé að nálgast tónleika öðruvísi en venjulega. Áður fyrr setti ég bara í mig efni, fór í gegnum alls konar hluti með því að deyfa sjálfan mig. Nú fer ég inn á svið fullur eftirvæntingar.“

Tónlistarmaðurinn tekur fram að hann væri annars vegar á vondum stað ef hann fengi ekki þessa tilfinningu og telur hana geta verið jákvæða og hvetjandi.

Bubbi heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í kvöld en þar flytur hann lög af plötunum Kona og Sögur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda

Allt vitlaust út af yfirstrikunum í Epstein-skjölunum – Birtingin gæti komið Trump í enn meiri vanda
Fréttir
Í gær

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið

Verðkönnun á jólabókum: Þarna finnurðu oftast lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir

Sakfelldur fyrir að senda 15 ára stúlku ítrekað typpamyndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum