fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Ekki hægt að víkja Klausturþingmönnum úr starfi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. desember 2018 09:19

The six MP's. From left, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólafur Ísleifsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason and Bergþór Ólason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara ráðgefandi álit og þótt það verði þeim mjög óhagstætt breytir það ekki því að það eru þingmennirnir sjálfir sem ákveða hvort þeir segja af sér eða ekki,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Ólafur á þarna við þá ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að vísa máli sexmenninganna á barnum Klaustur til siðanefndar Alþingis. Þó að álitið verður þeim óhagstætt verður ekki að hægt að víkja þeim úr starfi. Nefndin kemur til með að skila ráðgefandi áliti til forsætisnefndar.

„Það er þó ekki að sjá að hægt verði að gera mikið með það álit,“ segir Ólafur sem bætir við að Alþingi geti lítið gert. „En ef úrskurður siðanefndar verður umræddum þingmönnum óhagstæður er það auðvitað áfellisdómur yfir þeim. Það mun þó ekki hafa neinar beinar afleiðingar varðandi stöðu þeirra,“ segir Ólafur og bætir við að þingmenn verði sjálfir að sjá sóma sinn í að segja af sér þingmennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi