fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Páll sakar Kjarnann um þöggun í máli Ágústs Ólafs – „Bara til í höfðinu á honum“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 21:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Vilhjálmsson, kennari og virkur bloggari á Moggablogginu, skrifaði færslu í dag þar sem hann segir að Kjarninn hafi þaggað niður mál Ágústs Ólafs, þingmanns Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur hefur tekið sér tveggja mánaða leyfi eftir að siðanefnd Samfylkingarnar komst að því að Ágúst hafi brotið siðareglur flokksins þegar hann braut gegn Báru Huldu Beck, blaðamanni Kjarnans. Páll bætir því við að Kjarninn hafði engar áhyggjur af þolendum persónunjósna í Klaustursmálinu.

DV hafði samband við Pál til að vita hvað hann hafði fyrir sér í þessum ásökunum hans gagnvart Kjarnanum og hvernig þetta yfirvarp þeirra virkaði. Í samtali við DV segir hann að Kjarninn hefði þaggað niður mál Ágústs Ólafs.

„Þórður þarna, hann skrifaði þegar Klaustursmálið, var mjög harðorða grein um þá sem sátu þar og Þórður mátti alveg vita að hann var með miklu miklu stærra mál í fanginu. Mál sem gerðist inn á ritstjórnarskrifstofum hans eigin útgáfu og er vitanlega grófara og alvarlega,“ segir Páll.

„Þeir sem sátu á Klaustri voru með munnsöfnuð á meðan í tilfelli Ágústar erum við að tala um kynferðislega áreitni og ágengni við einstakling augliti til auglitis. Og Kjarninn mátti alveg vita að svona stæði á. Samt dettur Kjarnanum í hug að taka þannig á máli Klausturmenninganna sex að þeir séu nánast sekir fyrir að hafa verið þarna í þessum umræðum þegar það fór eingöngu fram það sem við köllum á íslensku „baktal“ og gerist reglulega þar sem fólk hittist og þarf ekki fyllerí til.“

Kallarðu það bara baktal þegar Bergþór segir: „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í?“

„Sumt af þessu… ég verð að viðurkenna að ég lagði mig ekki eftir öðru en því sem kom fram í fyrirsögnum og slíku, því ég hafði ekki áhuga á að lesa þetta fyllerísraus, en sumt af þessu er meira en bara baktal, sumt af þessu er ljótt umtal og sýnir hérna… orðfæri sem ætti ekki að sjást.“

Þá ræddi DV við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, um þessar ásakanir Páls gagnvart Kjarnanum. Hann segir Pál ekkert vita um málavexti.

„Eftir að okkur var greint frá þeim höfum við, stjórn og stjórnendur Kjarnans, stutt þolandann eitt hundrað prósent. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar í tengslum við þetta mál hafa verið teknar af henni,“ segir Þórður.

„Þetta er ömurlegt mál. Það að einhver svona náungi fari að snúa þessu upp í eitthvað pólitískt samsæri og ljúga upp á hlutaðeigandi annarlegum hvötum er eitthvað sem er bara til í höfðinu á honum, er ekki svaravert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“