fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Auður segir það ofbeldi gagnvart konum ef þingmennirnir sex sitja áfram: „Þessi stund stink­aði af hat­urs­orð­ræðu“

Auður Ösp
Föstudaginn 30. nóvember 2018 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er víst varla ger­legt að reka þing­mann. En það þýðir ekki að það sé hægt að bjóða þing­kon­um, sem hafa setið undir ofbeld­is­þrung­inni orð­ræðu ann­arra þing­manna, að þurfa yfir höfuð að starfa dag­lega í sama rými og þeir,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur og vísar þar í þingmennina sex í hinu svokallaða  Klausturmáli. Er það mat Auðar að sitji þingmennirnir áfram sé það hreinlega ofbeldi í garð þeirra kvenna sem þurftu að þola hatursfull og níðrandi ummæli í sinn garð.

Í pistli sem birtist á vef Kjarnans  bendir Auður  á að kynveran sé notuð til að smækka konur í stjórnmálum. Níðrandi ummæli í garð kvenna, líkt og þau sem koma fram á upptökunni af Klaustri,séu sprottin af því að konurnar ögra stöðum karlanna.

„Konur sem þeir eru sennilega að einhverju leyti smeykir við dags daglega eða þá óttast að þær ógni grundvellisínum svo þeir fá útrás fyrir frústrasjón með því að tala um þær, hvorn við annan, á þennan hátt,“

ritar Auður og bætir við á öðrum stað að það þurfi ansi frústrer­aða karl­menn til að smætta sömu konuna með því annars vegar að tala um að hún leiki sér að karlmönnum og hins vegar að það sé hægt að ríða henni.“

„Og það þarf illa upplýst fólk til að hæðast, útbelgt af mannfyrirlitningu, að fólki út frá kynhneigð, fötlun og kyni. Þessi stund, sem þessir þing­menn virðast vilja meina að hafi bara verið röfl nokkurra vina sem voru búnir að fá sér einum of mikið í tána, stinkaði af hatursorðræðu.“

Ofbeldi í orðum

Auður spyr jafnframt hvort fólk sem „sé blindað af mannfyrirlitningu og gjörsneytt samlíðan, skilning og virðingu“ sé fært um að taka ákvarðanir í umboði almennings.

 Því þó að menn­irnir vilji halda því fram að þeir hafi ekki gert neitt af sér annað en að verða sér til skammar, þá er stað­reyndin sú að tal þetta ber vott um huga meng­aða af kven­fyr­ir­litn­ingu, mann­hat­ri, gungu­skap, karl­rembu, for­dómum og úreltum við­horf­um. Kjörnir full­trú­ar, þing­menn á Alþingi, geta ekki leyft sér að daðra við hat­urs­orð­ræðu, sama hversu marga bjóra þeir hafa inn­byrt. Og það bjó ofbeldi í orðum þeirra  og því er ekki hægt að horfa fram­hjá.“

Auður bendir jafnframt á að téðir þing­menn séu varla hæfir til að setja gott for­dæmi fyrir vinnu­staða­menn­ingu land­ans og þó svo að einhverjir úr hópnum hafi stigið fram og beðist afsökunar þá sé ekki hægt að líta fram hjá því að orðin sem féllu á Klaustri hafi verið „svo niðr­andi og nið­ur­lægj­andi að upp­lifunin af þeim getur orðið „erfið og lúm­sk; flók­in, þaul­sætin og í versta falli nið­ur­brot.“

Að mati Auðar er það ofbeldi gagnvart umræddum konum ef að þessir þingmenn fá að sitja áfram.

 „Ef svo mikið sem ein af þessum konum upp­lifir van­líðan eða efa­semdir um sjálfa sig í kringum þá hafa orð þeirra náð að gera einmitt það sem þeir virð­ast hafa viljað í ölæð­inu: … að hjóla í hana! Þessir karlar, og konan, þurfa að sjá sóma sinn í að segja af sér og fara með skömm­ina þangað sem hún á heima. Hjá þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli