fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Myndband af skelfilegri hnífaárás á Akureyri í umferð á netinu: Stunginn tíu sinnum um hábjartan dag

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í það minnsta tvö myndbönd eru nú í dreifingu á samfélagsmiðlinum Snapchat sem sýna hnífaárásina sem átti sér stað á Akureyri á laugardaginn. Nútíminn greindi fyrst frá tilvist myndbandanna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir meintum árásarmanni kemur fram að hann sé grunaður um að hafa ráðist á á annan karlmann með hníf um hábjartan dag.

Í myndböndunum má heyra hlátur en líklegt er að viðkomandi hafi ekki áttað sig á alvarleika árásarinnar. Þolandi árásarinnar reyndist með tíu stungusár á hálsi, höfði og baki. Nútíminn greinir frá því að árásin hafi átt sér stað fyrir utan Arion-banka á Akureyri.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði mannsins segir: „Við skoðun upptökunnar er svo að sjá sem varnaraðili hafi í krepptum hnefanum hnífsblað, sem kemur út á milli fingra hans. Slær hann með hnefanum til brotaþola í efri hluta líkama, háls og höfuð. Sést að brotaþoli verður blóðugur.“ Maðurinn var síðar handtekinn á heimili sínu en þar fann lögregla blóðugan hníf með um 4 sentímetra löngu blaði. Á honum er ekki venjulegt skefti, heldur eins konar handfang.

Líkt og fyrr segir var maðurinn stórslasaður en í úrskurði er vitnað í læknavottorð. „Segir þar að brotaþoli hafi haft fjölmarga skurði um andlit og bak. Þeirra markverðastir séu djúpur skurður neðan við vinstra kjálkabarð, sem nái í gegnum munnvatnskirtil og vöðva og liggi því í raun nálægt ,,external jugular“ bláæð. Einnig hafi verið markverður skurður um vinstra gagnauga, djúpur, og virðist hafa flísað úr höfuðkúpu þar undir. Annað höfuðkúpubrot hafi verið á hnakka vinstra megin,“ segir í úrskurði.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Í gær

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“