fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Stytta Einars Jónssonar skemmd: Dregin út í á og höfuðið hoggið af

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bronsstytta myndhöggvarans Einars Jónssonar af Þorfinni Karlsefni, sem staðið hefur við Schuylkill-ána í Philadephiu í Bandaríkjunum í tæpa öld, var skemmd á dögunum. Höfuðið var hoggið af og þá var styttunni velt út í ána.

Styttan sem um ræðir er stór og þung, 2,23 metrar og líklega hátt í tonn að þyngd, en skemmdarverkið átti sér stað í gærkvöldi að því er virðist. Ekki liggur fyrir hver skemmdi styttuna en kúbein fannst á vettvangi.

Í frétt NBC kemur fram að fjöldi vegfarenda hafi safnast saman á svæðinu þegar styttan var hífð upp úr ánni. Vegfarendur sem NBC ræddi við furðuðu sig á skemmdarverkinu. Í fréttinni kemur fram að styttan verði löguð og henni komið fyrir á sínum stað að viðgerð lokinni sem gæti orðið nokkuð kostnaðarsöm.

Styttan af Þorfinni var smíðuð árið 1918 og henni komið fyrir í Philadelphiu árið 1920. Þorfinnur karlsefni var íslenskur landkönnuður sem sagður er hafa numið land á Vínlandi. Heimildir um Þorfinn má meðal annars finna í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Þorfinnur og kona hans, Guðríður Þorbjarnardóttir, eru sögð hafa eignast son sinn Snorra Þorfinnsson vestan hafs og var hann talinn fyrsta hvíta barnið sem fæddist í Ameríku.

Einar Jónsson var brautryðjandi á sínu sviði á Íslandi og eru mörg verka hans til sýnis í Listasafni Einars Jónssonar. Einar var fæddur árið 1874 en hann lést árið 1954.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum