Flestir hafa lent í því að klósettið stíflist en fæstum þykir gaman að fara í heljarinnar hanska, draga fram drullusokkinn og í versta falli hringja á pípara.
Hugsanlega heyra erfiðar stíflur, og tilheyrandi fjárútlát, sögunni til eftir að þú hefur lesið töfraráðið sem birtist hér að neðan. Það besta er að það eina sem þarf til er yfirleitt til á öllum heimilum.
Uppþvottalögur virkar vel á stíflur í klósetti. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni má sjá hvernig á að nota uppþvottalöginn til að ná sem bestum árangri.
Það er gott að nota um það bil 1/3 úr flöskunni og leyfa sápunni að sitja aðeins í klósettinu. En sápan, sem virkar eins og sleipiefni, smýgur undir stífluna og losar hana á undraverðan hátt.