fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Barði konu sína á Vestfjörðum, dró hana á hárinu og barði í andlitið – Lagði á flótta með barn sitt

Auður Ösp
Mánudaginn 23. júlí 2018 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi. Dómurinn er skilorðsbundinn. Mat dómari það svo að maðurinn hefði  játaði brot sitt og hefur ekki áður verið fundinn sekur um ofbeldisbrot. Úrskurður féll í Héraðsdómi Vestfjarða síðastliðinn föstudag.

Maðurinn var ákærður fyrir  fyrir brot í nánu sambandi og líkamsárás, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð eiginkonu sinnar  með ofbeldi líkt og það er orðað í dómnum.

Brotið átti sér stað á kvöldi fimmtudagsins 24. maí 2018, á heimili þeirra hjóna. Maðurinn greip í hárið á konunni sinni og dró hana síðan á hárinu fram úr rúminu. Maðurinn lét ekki staðar numið þar heldur sló konuna sína í andlitið og greip síðan um handleggi hennar.

Líkamlegar afleiðingar líkamsárásinnar voru þær að konan hlaut marbletti, annars vegar við hægri olnboga og hins vegar aftan á hægri upphandlegg, auk marbletts  ofan við vinstri úlnlið. Við þingfestingu málsins játaði maðurinn hið hrottalega ofbeldi. Konan lagði síðan á flótta með barn sitt.

Brot mannsins varðar við almenn hegningarlög en með ákvæði sem fest var í lög árið 2016 var ofbeldi í nánum samböndum lýst sérstaklega refsivert. Samkvæmt því felur ofbeldi í nánum samböndum ekki einungis í sér samansafn einstakra tilvika heldur má virða slíka háttsemi sem eina heild.   Þó er ekki útilokað að einstakt brot geti fallið undir ákvæðið ef það nær tilteknu alvarleikastigi. „Í samræmi við þetta er gert ráð fyrir að hinu nýja ákvæði verði að meginstefnu beitt einu og sér en ekki samhliða öðrum refsiákvæðum hegningarlaga,“ kemur fram í dómnum.

Fram kemur í niðurstöðu dómsins að áður en brot mannsins átti sér stað hafði hann sýnt af sér óeðlilega hegðun í garð konunnar um lengri tíma. Þann 24.maí síðastliðinn „sauð upp úr“ þegar hann beitti konuna líkamlegu ofbeldi og þurfti hún í kjölfarið að flýja heimilið.

Eins og áður kom fram þótti hæfileg refsing vera skilorðsbundið fangelsi í tvo mánuði en sakaferill mannsins hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingarinnar. Það var Bergþóra Ingólfsdóttir sem kvað upp dóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi