fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Harðlega gagnrýnd fyrir að stilla sér upp hjá dauðum gíraffa

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Tess Thompson Talley hefur heldur betur fengið á baukinn eftir að Twitter-aðgangurinn AfricanDigest deildi myndum af henni á Twitter síðu sinni. Þar er Tess nafngreind og kölluð „hvítur, bandarískur villimaður.“ Gíraffinn sem Tess skaut í Suður-Afríku er afar sjaldgæfur.

Myndin hefur fengið mikil viðbrögð en þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 40 þúsund notendur Twitter endurbirt myndina, auk þess sem margir láta mis fögur orð um Tess fylgja.

Í viðtali við Fox News gerir Tess lítið úr atvikinu. Hún segir veiðar sem þessar hjálpa til við að viðhalda dýrategundum og bætir því við að fjölgun gíraffa komi til vegna verndar sem að mestu er fjármögnuð með veiðum sem þessum.

Ljóst er að margir eru ósammála Tess

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“

Harma að mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði hafi verið lokað mánuðum saman – „Þetta eru ekki vönduð vinnubrögð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla