fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

„Ég mun ekki syngja í Hörpu fyrr en leiðrétting hefur farið fram“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. maí 2018 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Ellen Kristjánsdóttir hefur lýst því yfir að hún muni ekki syngja í Hörpu fyrr en leiðrétting hefur farið fram á launamálum starfsmanna tónlistarhússins.

Fjöldi þjónustufulltrúa sagði upp störfum í gærkvöldi og tengjast uppsagnirnar launahækkun sem Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, fékk á síðasta ári. Hækkuðu laun hennar um tuttugu prósent en um áramót tóku þjónustufulltrúar tónlistarhússins á sig talsverða launalækkun.

Þjónustufulltrúar Hörpu funduðu með fjármálastjóra og forstjóra Hörpu í gærkvöldi og að fundi loknum sagði meirihluti þjónustufulltrúa upp störfum.

Boðað var til fundarins eftir fréttir um þjónustufulltrúa í Hörpu sem ofbauð svo launahækkun Svanhildar að hann sagði upp.

„Stuttu eftir að laun forstjóra voru hækkuð af stjórn Hörpu, voru laun þjónustufulltrúa lækkuð. Á fundinum staðfesti Svanhildur að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmennirnir sem gert var að taka á sig beina launalækkun. Hópur starfsmanna sem þá þegar var launalægstur allra starfsmanna Hörpu,“ sagði í yfirlýsingu frá þjónustufulltrúunum.

„Eftir fundinn voru margir þjónustufulltrúar mjög ósáttir við skýringar forstjórans, þá sérstaklega um það af hverju engir aðrir starfsmenn hússins hafi þurft að taka á sig launalækkun. Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið. Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfsaldur, meðal annars allir vaktstjórar,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni.

Fjölmargir hafa sýnt þjónustufulltrúunum stuðning, meðal þeirra má nefna fyrrnefnda Ellen Kristjánsdóttur sem sagði á Facebook-síðu sinni:

„Samstaðan skiptir öllu þegar svona gerist og þetta er að gerast út um allt. Þjónustufulltrúar sem sögðu upp störfum í Hörpu, ég stend með ykkur og lýsi því hér með yfir að ég mun ekki syngja i Hörpu fyrr en leiðrétting hefur farið fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Í gær

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Í gær

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Í gær

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Í gær

Fyrrum ritstjóri furðar sig á frétt um veðurbreyti á Kaleo-tónleikum – „Þetta hefði nú ekki þótt gæfuleg fréttamennska þegar ég starfaði við það fag“

Fyrrum ritstjóri furðar sig á frétt um veðurbreyti á Kaleo-tónleikum – „Þetta hefði nú ekki þótt gæfuleg fréttamennska þegar ég starfaði við það fag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“