fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Tilraun tveggja Dana til að svíkja fé út úr tryggingum endaði með ósköpum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. apríl 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að tilraun tveggja Dana, 22 og 24 ára, til að svíkja fé út úr tryggingum hafi endað með ósköpum. Það var í október síðastliðnum að eldur kom upp í báti í Hróarskeldufirði við Sjáland í Danmörku.

Mennirnir tveir stukku í kjölfarið frá borði en ekki vildi betur til en að sá eldri, Tavab Khoshival, drukknaði. Við rannsókn málsins kom í ljós að eldurinn hafi verið kveiktur af mannavöldum og taldi lögregla fullvíst að ungu mennirnir hafi ætlað að svíkja fé út úr tryggingum.

Yngri maðurinn var í kjölfarið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann er sagður hafa vitað að félagi hans væri allt að því ósyndur og auk þess vissi hann sem var að björgunarvesti um borð voru ónýt. Báturinn var um 800 metra frá landi þegar eldurinn kom upp og var dýpi á þessum slóðum um sjö metrar.

Yngri maðurinn er talinn hafa skvett bensíni í vélarrúmi bátsins með þeim afleiðingum að sprenging varð. Sprengingin varð til þess að mennirnir stukku frá borði með fyrrgreindum afleiðingum. Þeim yngri tókst að synda í land en hinn drukknaði skömmu eftir að hafa lent í sjónum sem var rétt tæplega ellefu gráðu heitur.

Dómstóll í Danmörku hefur nú sakfellt yngri manninn fyrir manndráp af gáleysi. Hann var sakfelldur í desember síðastliðnum fyrir auðgunarbrot og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Búist er við því að sex til átta mánuðir bætist við þann dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“