fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
Fréttir

Íslenskir safnarar og skondin söfn þeirra

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Sunnudaginn 8. apríl 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Flestir kannast því það úr eigin lífi að hafa safnað einhverju og oft þá sérstaklega í æsku. Í gegnum tíðina hefur verið vinsælt meðal krakka og unglinga að sanka að sér hinum ýmsu spjöldum, plastköllum eða servíettum. Í flestum tilvikum minnkar áhuginn með aldrinum en hjá öðrum hefst áhuginn ekki fyrr en á fullorðinsaldur er komið. Við tókum nokkra skemmtilega safnara tali og spurðum hvað hefði valdið því að þetta vatt svona upp á sig og af hverju þeir safna þessu frekar en öðru.

 

Á yfir 600 strumpa

Arnhildur á heilmikið safn af Strumpatengdum hlutum
Mest á hún af steyptu plastfígúrunum sem við Íslendingar þekkjum svo vel af páskaeggjunum

Átta ára gömul fékk Arnildur Helgadóttir frá Akureyri Strumpahús og Strumpa frá frænda sínum og kolféll fyrir þessum litlu bláu fígúrum. Síðan varð ekki aftur snúið og í dag á hún um 600 Strumpafígúrur í hinum ýmsu stærðum. Strumparnir eru upphaflega belgískir, líkt og svo mikið af ástsælustu teiknimyndasögum heims. Árið 1974 var svo farið að steypa Strumpafígúrur eins og við þekkjum af páskaeggjunum okkar hérlendis og fólk um allan heim safnar þeim. Á hverju ári koma á markað nýjar týpur af Strumpum svo stöðugt er að bætast í safn Arnhildar. 

 

Fann fyrsta íslenska Andrésblaðið fyrir tilviljun

 

Soffía Sólveig Halldórsdóttir safnar Andrésblöðum
Fyrsta eintakið af Andrésblaði á íslensku

 

Andrésblöð

Soffía Sólveig Halldórsdóttir í Hafnarfirði safnar Andrésblöðum og á flest blöðin frá 1998 en hvert einasta allavega frá árinu 2000. Hún ferðaðist mikið sem krakki og fékk þá eitt og eitt blað en byrjaði svo í áskrift árið 2000. En ólíkt flestum ákvað hún að halda áskriftinni áfram eftir á fullorðinsaldur var komið og ákvað að bæta Andrés-syrpunum líka í safnið. Í dag leggur hún mikinn metnað í að viðhalda safninu og geymir blöðin í plasti með spjöldum við bakið. Spjöldin eru sýruþolin svo blöðin gulni ekki. Hún fann meira að segja fyrsta blaðið sem gefið var út hérlendis fyrir algjöra tilviljun í Geisladiskabúð Valda og heldur einna mest upp á það eintak. Soffíu finnst sögurnar þó hafa dalað í seinni tíð en uppáhaldshöfundurinn hennar er Don Rosa. 

 

Byrjuðu að safna eftir að hafa fengið fimm salt- og piparstauka sett í jólagjöf

 

Vordís og Guðmundur Helgi

Það mætti í raun segja að skemmtileg tilviljun hafi valdið því að Vordís Baldursdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Helgi Helgason, hófu að safna salt- og piparstaukum. Jólin 1997 fengu hjónin heil fimm sett í jólagjöf en fyrir áttu þau nokkur. Þannig hófst safnið hægt og rólega og í dag eiga þau um 400 sett sem þau hafa verið með til sýnis áður á gistiheimili sem þau ráku. Vinir og ættingjar eru duglegir að hjálpa þeim að bæta í safnið en þónokkrum sinnum hefur það gerst að þau fá staukasett sem þau eiga fyrir. Öll settin eru stök þótt nokkur séu í safninu í mismunandi litum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Margrét Hauksdóttir er látin

Margrét Hauksdóttir er látin
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Helga Magnúsi boðinn flutningur í starfi – Embætti sem ekki hefur verið skipað frá 2010

Helga Magnúsi boðinn flutningur í starfi – Embætti sem ekki hefur verið skipað frá 2010
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rússar eru komnir með nýtt ofurvopn og Úkraínumenn fá það fljótlega

Rússar eru komnir með nýtt ofurvopn og Úkraínumenn fá það fljótlega
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leigjandi flúði frá Funahöfða – „Þetta var martröð. Það voru pöddur út um allt, morandi“

Leigjandi flúði frá Funahöfða – „Þetta var martröð. Það voru pöddur út um allt, morandi“
Fréttir
Í gær

„Samfélagsmiðlar hafa ýtt undir sjálflægni og hafa núna gengið skrefinu lengra og valdið alvarlegri afleiðingum“

„Samfélagsmiðlar hafa ýtt undir sjálflægni og hafa núna gengið skrefinu lengra og valdið alvarlegri afleiðingum“
Fréttir
Í gær

Börnin fá ekki að upplifa Ísland eins og hann fékk að gera – Orðið allt of dýrt að ferðast innanlands

Börnin fá ekki að upplifa Ísland eins og hann fékk að gera – Orðið allt of dýrt að ferðast innanlands
Fréttir
Í gær

Viðskiptavinir Kötlu styrktu Ljónshjarta um dágóða upphæð – „Safnast ekki af sjálfu sér, þið gerðuð þetta!“

Viðskiptavinir Kötlu styrktu Ljónshjarta um dágóða upphæð – „Safnast ekki af sjálfu sér, þið gerðuð þetta!“
Fréttir
Í gær

Trump segir að Pútín sé genginn af göflunum – Varar við því að hann sé að stuðla að falli Rússlands

Trump segir að Pútín sé genginn af göflunum – Varar við því að hann sé að stuðla að falli Rússlands