fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Dagbjartur hefði orðið 18 ára í dag – Svipti sig lífi 11 ára í kjölfar eineltis

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefði Dagbjartur Heiðar Arnarsson orðið 18 ára. Þann 23. september 2011 svipti hann sig lífi, 11 ára gamall. Ástæðan var einelti, sem Dagbjartur glímdi við alla skólagönguna.

Dagbjartur Heiðar var næstelstur fimm systkina en hann var fæddur með alvarlegan hjartagalla og glímdi einnig við ADHD og einhverfu. Hann var fórnarlamb eineltis alla sína skólagöngu og hafði gert nokkrar tilraunir til sjálfsvígs fyrir 11 ára aldur.

Foreldrar hans, Kaja Emilsdóttir og Arnar Helgason, hafa alla tíð verið opinská um son sinn og sjálfsvíg hans í þeim tilgangi að opna augu almennings fyrir einelti og þeim skelfilegu afleiðingum sem það getur haft í för með sér. Þau komu fram í Kastljósi árið 2012 og fyrir ári síðan kom Kaja fram í viðtali við DV.

Þar kom meðal annars fram að Kaja hefði sannarlega orðið vör við þau miklu viðbrögð sem frásögn foreldra Dagbjarts hefur vakið. Taldi hún að mikið vatn hafi runnið til sjávar á undanförum árum hvað varðar eineltismál og umræðuna um sjálfsvíg, sem og aðstoð til aðstandenda.

„Ég held að þetta hafi að vissu leyti opnað augu fólks fyrir einelti og hversu mikil dauðans alvara það er. Mér finnst hafa orðið ákveðin vitundarvakning í kjölfarið á þessu, eins og fólk sé orðið meðvitaðra um vandann. Það er ekki lengur litið á þetta sem bara einhver „strákapör.“

Við verðum öll að hjálpast að og stöðva einelti.

Staldraðu við – hugsaðu málið!

Vottum málstað og minningu Dagbjarts virðingu og deilum minningu hans og mynd um alla netheima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli