fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

IKEA biður konur um að pissa á nýja auglýsingu

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg auglýsing húsgagnarisans Ikea sem birtist í sænska tímaritinu Amelia hefur vakið töluverða athygli. Ástæðan er sú að auglýsingin gegnir einnig hlutverki þungunarprófs.

„Ef þú pissar á þessa auglýsingu þá gæti það breytt lífi þínu“ stendur í textanum en neðst á síðunni má sjá strimil. Ef að þunguð kona pissar á strimilinn birtist þar sérstakur afsláttarkóði sem hægt er að nýta í til að kaupa rimlarúm í versluninni.

Það er sænska auglýsingastofan Åkestam Holst á heiðurinn af þessari óvenjulegu auglýsingu sem hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem flestir taki vel í þessa nýbreytni í markaðsetningu en þó eru aðrir sem kalla auglýsinguna „ógeðslega.“ Þá vakna einnig upp spurningar um það hvernig starfsmenn IKEA komi til með að taka á móti jákvæðu þungunarprófi og þá eru aðrir sem spyrja hvers vegna það sé ekki bara nóg að mæta með hefðbundið jákvætt þungunarpróf í verslunina til að fá afsláttinn.

Í samtali við Independent segir Evelina Rönnung, listrænn stjórnandi Åkestam Holst-auglýsingastofunnar:

„Það er magnað augnablik í lífi fólks þegar þungunarpróf kemur út jákvætt. En það eru aðrir áríðandi hlutir sem þarf að huga að á því augnabliki. Eins og til dæmis rimlarúm á afslætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“