fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Nafn mannsins sem lést í slysinu

Beðið er eftir niðurstöðu krufningar

Kristín Clausen
Föstudaginn 10. febrúar 2017 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem lést í slysinu sem átti sér stað í svefnskála við fiskverkunarfyrirtækið Háteig á Reykjanesi aðfaranótt 3. febrúar síðastliðinn hét Adam Osowski. Adam var búsettur í Reykjanesbæ og hafði verið starfsmaður Háteigs í 11 ár.

Hann var 43 ára, fæddur árið 1974 í Póllandi. Adam lætur eftir sig fjölskyldu í heimlandi sínu.

Hinn maðurinn sem fannst meðvitundarlaus í svefnskálanum er á batavegi og er kominn aftur til starfa hjá Háteigi.

Nóttina sem slysið varð dvöldu mennirnir í svefnskála sem stendur í nágrenni við verksmiðju Háteigs. Þegar starfsmaður fyrirtækisins kom að mönnunum, að morgni 3. febrúar, var Adam látinn en hinn var fluttur á sjúkrahús.

Adam var vaktmaður hjá Háteigi og hafði umsjón með fyrirtækinu utan hefðbundins opnunartíma.

Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að lögreglan geti að svo stöddu ekki tjáð sig með hvaða hætti slysið varð. Svo virðist sem einhverskonar mengunarslys hafi orðið á svæðinu.

„Við erum ekki búin að fá niðurstöður úr krufningu því er ekki hægt að segja til um dánarorsök mannsins.“

Þá segir Jón Halldór að rannsókn málsins miði vel. „Öll hluthafandi embætti og fyrirtæki vinna saman að því að upplýsa þetta skelfilega slys. Það eru lögreglan, vinnu- og heilbrigðiseftirlitið, HS orka og Háteigur. Það er gott samstarf á milli allra aðila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn
Fréttir
Í gær

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru
Fréttir
Í gær

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“