fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Kanónur sóttu um starf fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötíu og fimm sóttu um starf fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Urður Gunnarsdóttir, sem gegnt hefur starfinu frá árinu 2008, mun hverfa til annarra starfa innan ráðuneytisins.

Á meðal umsækjenda eru fjölmargar kanónur úr heimi fjölmiðla, ef svo má að orði komast, en fréttavefur Vísis birti nöfn umsjækjenda í morgun.

Á meðal umsækjenda eru Björn Malmquist, fréttamaður á RÚV, Frosti Logason dagskrárgerðarmaður á X-inu, Hafliði Helgason framkvæmdastjóri og Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi.

Jóhann Skúli Björnsson, fyrrverandi blaðamaður á DV, og Magnús Geir Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi og fyrrverandi ritstjóri Eyjunnar, eru einnig á meðal umsjækjenda eins og Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi og fyrrverandi blaðamaður DV. Eldar Ástþórsson upplýsingafulltrúi, Björn Teitsson blaðamaður, Freyr Rögnvaldsson blaðamaður og Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri eru einnig á listanum.

Fleiri þekktir einstaklingar eru á meðal umsækjenda; þar á meðal Sveinn H. Guðmarsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV og upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar og Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu og upplýsingafulltrúi hjá NATO í Afganistan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt