fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Barnastjarnan sýknuð: Arnar Freyr var stunginn og reyndi að verja sig

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Freyr Karlsson, sem flestir kannast við fyrir leik sinn í Vaktaseríunni, hefur verið sýknaður af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás. Arnar Freyr lék son Georgs Bjarnfreðarsonar, Flemming Geir, í þáttunum og kvikmynd. Hann var sakaður um að hafa ráðist á karlmann á fimmtugsaldri og slegið hann ítrekað með flösku í höfuðið þann 7. nóvember árið 2015. Hann var ákærður ásamt öðrum manni, Ara Páli Steingrímssyni, en hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið að hluta.

Stunginn í lærið

Dómur í féll í málinu nú í dag og komst dómari að þeirri niðurstöðu að Arnar Freyr hafi verið að verja sig frá ólögmætri árás. Í dómi kemur enn fremur fram að Arnar Freyr hafi verið stunginn umrætt kvöld í hægra læri. Meðal gagna í málinu var læknisvottorð Arnars Freys eftir komu hans á slysadeild Landspítalans. Hann hafi verið með fjóra fremur grunna skurði á læri og glóðarauga.

Í samtali við DV í september vildi Arnar Freyr lítið tjá sig um málið utan þess að hann hafi ekki byrjað öll þessi áflog. Hann hafi verið einn á móti um fimm til sjö manns. „Það var hann sem réðst á mig út af því að vinur minn kýldi stelpu og hljóp í burtu en í raun átti í útistöðum við son hans. Ég var á leið heim þá kemur maðurinn hlaupandi að mér og ræðst á mig. Svo koma fleiri sem voru með honum eða á hans vegum og ráðast á mig líka. Í kjölfarið er ég stunginn þegar búið er að ná mér niður af syni mannsins. Það var ekki ég sem var forsprakkinn af þessu bara svona hafa það á hreinu,“ sagði Arnar Freyr þá.

Hópslagsmál við Moe´s

Framburður ákærðu og meintra brotaþola í málinu stangast nokkuð á en samkvæmt lögregluskýrslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan fjögur um nótt um hópslagsmál fyrir utan veitingastaðinn Moe´s í Reykjavík. Í grófum dráttum má segja að atburðarásin hafi verið á þá leið að Ari Páll hafi ráðist á karlmann á fimmtugsaldri inn á Moe´s. Strax í kjölfar þess hafi Ari Páll ráðist á unga stúlku fyrir utan veitingastaðinn. Hann játaði þetta tvennt og var dæmdur fyrir það. Eftir þetta er lýsing manna nokkuð frábrugðin en ljóst er að einhvers konar hópslagsmál hófust í kjölfar þessa.

Arnar Freyr tilkynnti lögreglu um líkamsárás þetta sama kvöld og lýsir hann atvikinu svo: „Hafi ákærði lýsti því að hann hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Félagi ákærða hafi lent í ryskingum við hóp manna og átök átt sér stað fyrir utan skemmtistaðinn. Félagi ákærða hafi náð að hlaupa brott en ákærði hafi verið umkringdur af sex til sjö mönnum sem hafi látið höggin dynja á honum. Hafi ákærði í átökunum skyndilega fundið fyrir sársauka í hægri fæti. Hafi það verið eins og eftir stungu og hafi blætt mikið úr sárinu. Ákærði hafi náð að komast undan mönnunum.“

„Hafi mjög óttast um líf sitt“

Maðurinn sem Arnar Freyr var ákærður fyrir að hafa ráðist á lýsti því fyrir dómi að Ari Páll hafi slegið sig inni á staðnum en eigandi staðarins hafi hent Ara og öðrum manni út. Maðurinn sagði að stuttu síðar hafi fyrrnefnd kona komið inn og sagt Ara hafa slegið sig og verið væri að ráðast á son mannsins fyrir utan. Þá hafi hann farið út og hlaupið á eftir Arnari Frey, sem maðurinn hélt þá að hafi slegið konuna. Að sögn mannsins náði hann honum og sagði honum að stoppa en þá hafi Arnar Freyr snúið sér við og slegið hann margsinnis með flösku í höfuðið.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Arnar Freyr hafi verið að verja sig þar sem maðurinn hafi elt hann uppi að ósekju. Framburður vitna bendi til að fleiri en eldri karlmaðurinn hafi elt Arnar Frey og því verði að leggja trúnað á framburð hans um að hann hafi mjög óttast um líf sitt við þessar aðstæður. „Þó svo ekki hafi komið í ljós hver hafi veitt honum þessa stunguáverka verður engu að síður að telja að ákærði hafi verið að verjast ólögmætri árás og að ákærði hafi, í ljósi áverka er hann hlaut og bitvopns er gegn honum var beitt, beitt vörnum sem ekki voru augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það sem af henni mátti vænta gaf ástæðu,“ segir í dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“