fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Íris ósátt og íbúar á Völlunum kúgast: „Þetta er ekki sorplykt, þetta er skítafýla“

Óvissa með starfsleyfi Gámaþjónustunnar

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 13. nóvember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Megn ólykt hefur lagst yfir íbúðabyggðina á Völlunum í Hafnarfirði við og við í nokkurn tíma. Margir íbúarnir gera sér ekki grein fyrir af hverju hún stafar en hún kemur frá moltugerð Gámaþjónustunnar sem staðsett er nokkuð fyrir utan bæinn. Í vikunni kúguðust íbúar hverfisins út af óþefnum og skólabörn í Hraunavallaskóla þurftu að fá klemmur á nefið til að verjast óþefnum. Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að ástandið sé ekki ásættanlegt.

Eins og gramsað sé í rotþró

Íris Líndal Sigurðardóttir hefur verið búsett í Vallahverfinu síðan árið 2014 og segist hafa fundið þessa lykt allar götur síðan þá, en aldrei eins sterka og nú á þriðjudaginn. Hún segir: „Ég opnaði svaladyrnar og kúgaðist. Ég þurfti að loka dyrunum strax og öllum gluggum.“ Lyktin var megn og lagðist yfir íbúðasvæðið, atvinnusvæðið og skólana. Hún hefur heyrt ýmsar skýringar á þessu í gegnum tíðina eins og að lyktin komi frá Sorpu, Gámaþjónustunni eða myndist við skreiðarþurrkun. „En við höfum aldrei fengið nein almennileg svör.“

Íris lýsir lyktinni svo: „Þetta er eins og það sé rotþró fyrir neðan svalirnar mínar, full af því sem kemur úr klósettum landsmanna, og einhver sé að gramsa í henni. Þetta er ekki sorplykt, þetta er skítafýla. Þetta smýgur inn og maður er hræddur um að fá þetta í fötin sín. Þetta er ógeðslegt.“ Margir aðrir íbúar hafa talað um þessa lykt á spjallsvæði Vallabúa á Facebook. Fæstir virðast gera sér grein fyrir hvaðan lyktin kemur.

Sonur Írisar stundar nám við Hraunavallaskóla og þar var lyktin einnig mjög stæk. „Börnunum var ekki líft þarna inni. Lyktin var svo megn að þau fengu klemmur til að setja á nefið.“ Starfsfólk skólans vissi heldur ekki hvaðan lyktin kom. Lars Imsland skólastjóri segir að lyktin hafi verið mjög sterk og upphaflega talið að hún væri tilkomin vegna sorps.

Vindátt breytist

Lyktarskýið kom frá moltugerð Gámaþjónustunnar undir Stórhöfða í upplandi Hafnarfjarðar. Molta er áburður sem unninn er úr lífrænum úrgangi og í framleiðsluferlinu myndast sterk lykt. Ingþór Guðmundsson stöðvarstjóri segir: „Þetta er venjulegt niðurbrot sem á sér stað stað þegar verið að að snúa múgunum og hleypa út þessari lykt. Þetta er óhjákvæmilegur hluti af þessu ferli.“

Moltuvinnslan hófst árið 1993 en að sögn Ingþórs var hún flutt á þennan stað fyrir tveimur eða þremur árum. „Við reynum að passa okkur á því að vera ekki að snúa þessum múgum þegar er suðaustan átt. Því þá tekur vindurinn lyktina að byggðinni. Við athugum alltaf veðurspár áður en við ákveðum að snúa, sem við þurfum að gera um einu sinni til tvisvar í viku. Það sem gerðist í gærmorgun (þriðjudag) var að vindurinn snerist og það var eiginlega enginn vindur, heldur logn eða hæg norðanátt. Áttin átti ekkert að snúast í suðaustur fyrr en um kvöldið en gerði það um ellefu leytið um morguninn.“

Ingþór segir sárt að heyra af því þegar lyktin berst yfir íbúðabyggðina. „Við getum ekki brugðist við því sem búið er að gerast á annan hátt en að snúa ekki þegar vindátt er að byggð. Það er það eina sem við getum gert.“

Fundur með bæjarstjóra

Vegna kvartananna mun bæjarstjóri Hafnarfjarðar hafa afskipti af málinu. Einar Bárðarson, samskiptastjóri bæjarins, segir: „Það er búið að kalla til fundar með bæjarstjóra Hafnarfjarðar, fulltrúum heilbrigðiseftirlitsins og Gámaþjónustunnar því þetta er ekki ásættanlegt. Þetta er bara grjóthart.“ Hann segir að samkvæmt starfsleyfinu sé ekki heimilt að snúa múgunum þegar vindar séu óhagstæðir. „Það getur ýmislegt gerst í íslenskri veðráttu en vindáttir eru nú með því stöðugra. Þeir eiga ekki að taka neina áhættu með þetta.“

Kemur til greina að svipta Gámaþjónustuna starfsleyfinu? „Ef það er vísvitandi verið að gera þetta í bága við starfsleyfið þá er ég hræddur um að það gæti hafist ferli sem endar með því, já. Þetta er stórt íbúðahverfi og við viljum að fólk geti búið þar og leikið án þess að þurfa að kljást við þessar aðstæður og það á ekki að vera neitt mál fyrir Gámaþjónustuna að vinna eftir starfsleyfinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum