fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

14 fermetra herbergi til leigu á 100 þúsund: „Meðan þú ert í sturtu getur þú gert stykkin þín“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

14 fermetra herbergi við Hraunbæ í Reykjavík býðst nú áhugasömum til leigu. Líkt og sjá má hefur leigusali náð að koma fyrir þvottavél, ísskáp, fataskáp og rúmi í 14 fermetra rými en það sem vekur hvað mesta athygli er sturtu- og salernisaðstaðan. Óhætt er að fullyrða að hún er nokkuð frumstæðari en Íslendingar eiga að venjast en líkt og sést á meðfylgjandi mynd þá hefur salerninu verið komið fyrir inni í sturtuklefanum.

Herbergið er auglýst til leigu inni á Facebookhópunm Leiga á Íslandi – Rent in Iceland. Fram kemur í auglýsingunni að herberginu fylgi húsgögn og sérinngangur og allt sé innifalið. Farið er fram á 100 þúsund krónur í leigu á mánuði auk andvirði mánaðarleigu í tryggingu.

Ljósmynd/Skjáskot af facebook.
Ljósmynd/Skjáskot af facebook.

Hefur auglýsingin vakið talsverða athygli og umræður innan hópins sem og víðar á Facebook.

„Sláðu tvær flugur í einu höggi. Meðan þú ert í sturtu getur þú gert stykkin þín,“ ritar einn netverji og annar tekur í sama streng. „Hvað er að??? Hverjum dettur þetta í hug??? Ég er orðlaus.“

Ljósmynd/Skjáskot af facebook.
Ljósmynd/Skjáskot af facebook.

Kidda Svarfdal, eigandi og ritstjóri Hún.is deilir auglýsingunni á facebook og lýsir yfir hneykslan sinni.

Ok. Þetta er með algjörum ólíkindum að svo mörgum ástæðum:
1. 100.000 kronur fyrir eitt herbergi.
2. Það er ALLT í sama herberginu, salerni, svefnherbergi og eldhús.
3. KLÓSETTIÐ ER INNI Í STURTUNNI, GOTT FÓLK! INNI Í STURTUNNI.
FOR REAL! Þetta er náttúrulega ekki í lagi. Ég man þá tíð þegar maður leigði íbúðir á 1000 kr fermetrann. Þá ætti þetta herbergi að leigjast á 14 þúsund. Ég myndi samt ekki leigja þetta! Sorry!
Bjóða fólki í heimsókn. „já þarftu á klósettið? það er þarna inni í sturtunni. Ég skal ekki horfa!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“