fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Ikea gagnrýnt harðlega fyrir kynjamisrétti

„Ef þú kemur ekki heim með kærasta næst, þá máttu ekki kalla mig móður þína,“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 26. október 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ikea hefur beðist afsökunar og dregið auglýsingu sína til baka eftir að hafa verið gagnrýnt harðlega fyrir kynjamisrétti. Auglýsingin er sögð hafa dregið athygli að veikri stöðu einhleypra kvenna í Kína.

Ógiftar konur fá oft á sig stimpilinn „afgangs konur“ og finna þær fyrir miklum þrýsting samfélagsins um að gifta sig.

Auglýsing Ikea sýndi móður skamma dóttur sína fyrir það að hafa ekki komið heim með kærasta til að kynna fyrir foreldrunum.

Hörð gagnrýni

„Ef þú kemur ekki heim með kærasta næst, þá máttu ekki kalla mig móður þína,“ segir móðir stúlkunnar í auglýsingunni.

Síðan birtist ungur maður í dyragættinni með blómvönd og eftir að hafa kynnt sig dregur hann út borðbúnað og skrautmuni frá Ikea.

Í lokin sitja þau öll hamingjusöm að snæðingi.

Auglýsingin fékk strax mikla umfjöllun og gagnrýni og margir lýstu því yfir að hún sýndi mikið kynjamisrétti.

„Þetta mismunar þeim sem eru einhleypir og sérstaklega einhleypum konum. Engin kærasti, þá lítur þín eigin fjölskylda niður á þig, hverskonar gildi á einstakling er þetta að senda?“ segir ein manneskja á síðunni Weibo.

BBC greindi frá því að Ikea hafi dregið auglýsingu sína fljótt til baka og beðist afsökunar á því að hafa sent frá sér röng skilaboð.

„Auglýsingin átti að sýna hvernig Ikea getur hjálpað viðskiptavinum á auðveldan og ódýran hátt að breyta venjulegri stofu í stað til þess að fagna á. Tilgangurinn var að fá viðskiptavini til þess að fagna augnablikum í hversdagsleikanum,“ sagði í afsökunarbeiðni Ikea.

Þrátt fyrir að Ikea hafi dregið auglýsingu sína til baka má enn sjá hluta úr henni víðs vegar um netið.

https://imgcache.qq.com/tencentvideo_v1/playerv3/TPout.swf?max_age=86400&v=20161117&vid=i0564nmu8ay&auto=0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“