fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Freyju neitað um að gerast fósturforeldri: „Hef alltaf ætlað mér að verða mamma“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 19. október 2017 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar telur Barnaverndarstofu brjóta á mannréttindum sínum með því að neita henni um að taka barn í fóstur. Krefst hún þess að fatlaðir einstaklingar fái sömu málsmeðferð og ófatlaðir hjá stofnuninni.

Þetta kemur fram á vef Vísis. Freyja hefur undanfarin misseri verið ötull talskona fyrir réttindum fatlaðs fólks í samfélaginu en hún var varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árin 2013-2016 auk þess sem hún gegndi starfi forstýru NPA miðstöðvarinnar.

Um fóstur er ræða þegar barnaverndarnefnd felur fósturforeldrum forsjá eða umsjá barns en þær fósturráðstafanir sem um er að ræða eru tímabundið fóstur, varanlegt fóstur og styrkt fóstur.

Freyja var í viðtali við Monitor árið 2010 þar sem hún sagðist alltaf hafa ætlað sér að verða móðir.

„Ég get eign­ast börn en meðgang­an gæti orðið krefj­andi fyr­ir mig því ég er með lít­inn lík­ama, bein­in eru viðkvæm og bakið ekki sterkt,“ sagði hún og bætti við á öðrum stað:

„Kon­ur með mína skerðingu hafa gengið með börn og allt gengið vel en ég veit ekki hvort ég fari þá leið eða ætt­leiði. Ég hef alltaf ætlað mér að verða mamma svo það kem­ur að því.“

Fram kemur að Freyja hafi lagt fram beiðni um að gerast fósturforeldri en verið þeirri beiðni hafi verið synjað af Barnaverndarnefnd. Úrskurðarnefnd velferðarmála koms síðan að sömu niðurstöðu,“ samkvæmt Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu en hann gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Þá sagði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju að í hnotskurn snerist málið um „réttlæti og jafna stöðu borgaranna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða