Um fimmleytið í gær var maður handtekinn við Otrateig, grunaður um þjófnað á reiðhjólum. Komið var að manninum þar sem hann var að klippa lás á hjóli og þá líklega í ránsferð nr. 2 þar sem annað hjól var horfið. Maðurinn hótaði og hrækti á tilkynnanda er hann reyndi að komast burt en var haldið af tilkynnanda þar til lögregla kom á vettvang. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.
Klukkan tíu í gærkvöld var maður handtekinn á Kjalarnesi, grunaður um líkamsárás. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Árásarþoli var farinn af vettvangi og voru áverkar sagðir minni háttar.
Lögregla stöðvaði fjölmarga ökumenn í nótt sem hún grunaði um ölvun við akstur.