fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Dagur tók mynd af debetkortinu sínu – Stuttu síðar var hringt í hann frá Valitor

Einhver í Indónesíu var að nota kortið hans

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 9. október 2017 18:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 11:16 í morgun tók kvikmyndagerðamaðurinn Dagur de‘Medici Ólafsson mynd af debetkortinu sínu á símann sinn. Stafirnir á kortinu voru við það að hverfa og vildi hann vera viss um að geta verslað með kortinu í gegnum internetið.

„Myndin fór bara í „Camera Roll“ í símanum mínum og sennilega uploadaði síminn myndinni á „iCloud“-ið mitt líka,“ segir Dagur í Facebook færslu.

Klukkan 11:46 eða nákvæmlega þrjátíu mínútum síðar hringir neyðarsími Valitor í Dag og greinir honum frá því að einhver sé að nota kortið hans í Indónesíu.

Dagur veltir því fyrir sér hvort um tilviljum sé að ræða eða hvort það sé mögulega einhver leið fyrir glæpamenn í Indónesíu að komast yfir myndir í símum hjá fólki, jafnvel með einhverskonar forriti sem greinir kredit- og/eða debetkort.
Dagur lokaði að sjálfsögðu fyrir kortið sitt samstundis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða