fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Hafa búið til fóstur sem er blanda af manni og svíni

Líffæraræktun er þó enn fjarlægur draumur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. janúar 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fósturvísir sem inniheldur 0,001% erfðaefni úr manni, en restina úr svíni, hefur verið búið til á tilraunastofu. Um er að ræða fyrstu sönnun þess að hægt sé að búa lífveru með því að blanda saman erfðaefni manna og dýra. Slíkar lífverur eru stundum kallaðar Kímerur en Kímera er ófreskja úr grískri goðafræði, samsett úr ljóni, geit og dreka).

Þetta kemur fram í vísindaritinu Cell, en BBC gerir niðurstöðurnar að umtalsefni. Þar kemur fram að ferlið sé mjög flókið og að vísindin eigi nokkuð langt í land með að geta ræktað líffæri fyrir mannfólk í dýrum. Þó þykja tíðindin vera markverð.

Til að geta búið til Kímeru er stofnfrumu úr manneskju – þeirrar gerðar sem getur myndað hvers kyns vef sem er – komið fyrir í fósturvísi svíns. Fósturvísinum er svo komið fyrir í legi gyltu í allt að einn mánuð. Við það ferli verða mikil afföll. Af þeim 2.075 fósturvísum sem komið var fyrir í gyltum náðu aðeins 186 þeirra 28 daga þroskastigi. En þrátt fyrir það sáu vísindamennirnir merki um að frumurnar úr manninum, innan í eggfrumu svínsins, virkuðu. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum séð mennskar frumur þroskast innan í öðru dýri,“ hefur BBC eftir prófessornum Juan Carlos Izpisua Belmonte.

Hér er verið að sprauta erfðaefni manns inn í eggfrum svínsins.
Á tilraunastofu Hér er verið að sprauta erfðaefni manns inn í eggfrum svínsins.

Spurður um þau miklu afföll sem urðu segir Belmonte að meðgönguferli manna og svína sé mjög ólíkt enda hafi þessar lífverur þróast með mjög ólíkum hætti í gegn um aldirnar. Svín gangi með afkvæmi sín í um fjóra mánuði en mannfólk í um níu. „Þetta er eins og hraðbraut þar sem einn bíll fer miklu hraðar en annar. Við þær aðstæður er mikil hætta á slysi.“

Hann bætti við að þess væri enn langt að bíða að hægt yrði að rækta líffæri fyrir mannfólk í svínum. Niðurstöðurnar gætu hins vegar nýst til frekari rannsókna, svo sem á eðli sjúkdóma, og gæti dýpkað sklining vísindamanna á þróun fósturvísa – svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf