fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Margrét Friðriksdóttir ætlar í borgarstjórn: „Flokkurinn styður kristna trú og gildi“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og einn stjórnanda Stjórnmálaspjallsins á Facebook, verður oddviti Frelsisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á næsta ári. Þetta staðfestir hún í samtali við DV.

Margrét segist ætla að setja velferðarmál á dagskrá. „Húsnæðismálin og menntamálin mun ég leggja mesta áherslu á en einnig teljum við hagkvæmast að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Velferðarmálin eru líka ofarlega á stefnuskránni,“ segir Margrét. Flokkurinn hefur einna helst markað sér sérstöðu fyrir að leggjast hart gegn innflytjendum og múslimum. „Flokkurinn styður kristna trú og gildi,“ svarar Margrét spurð út í þau mál.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Margrét stefnir á að komast í borgarstjórn en árið 2013 sóttist hún eftir öðru til fjórða sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hún eftirminnilega að hún hygðist leggja áherslu á kristin gildi eða „Gona bring Jesus back to the City Hall“, líkt og hún orðaði það.

Formaður Frelsisflokksins, Gunnlaugur Ingvarsson, skrifar aðsenda grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að markmið flokksins sé að „losa borgarbúa undan óhæfri og spilltri valdstjórn vinstri og pírata í Reykjavík“. Hann segir enn fremur að flokkurinn vilji gerbreytta og aðhaldssamari stefnu í málum innflytjenda. Gunnlaugur segir að núverandi stefna muni einungis leiða til ófriðar og skerðingar á lífskjörum og frelsis.

Hann segir jafnframt að flokkurinn ætli sér að berjast hart gegn því að bænakallsturn rísi í Reykjavík. „Þess vegna mótmælir Frelsisflokkurinn harðlega samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur að heimila hinum afturhaldssama og öfgafulla söfnuði Salafista-múslima á Íslandi að reisa „stórmosku“ með bænakallsturni við Ýmishúsið í Skógarhlíðinni, eflaust fjármagnaða með fjármunum frá öfgaíslamistum í Sádí-Arabíu. Frelsisflokkurinn heitir því að berjast gegn þessu með öllum ráðum og við skorum á fólk að þora að ganga gegn hinum pólitíska rétttrúnaði með því að veita okkur liðsinni,“ skrifar Gunnlaugur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Í gær

Fær ekki afhenda samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenda samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útiloka ekki að um einhvers konar árás sé að ræða

Útiloka ekki að um einhvers konar árás sé að ræða