fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Alvogen eykur umsvif sín í Rússlandi

Kaupa rússneska lyfjafyrirtækið Omega Bittner

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvogen tilkynnti í dag um kaup á rússneska lyfjafyrirtækinu Omega Bittner. Í tilkynningu frá Alvogen kemur fram að fyrirtækið hafi sterka stöðu í sölu lausasölulyfja í Rússlandi og sé góð viðbót við lyfjasafn Alvogen á markaðnum. Omega Bittner var áður í eigu bandaríska lyfjafyrirtækisins Perrigo en um 80 manns starfa hjá fyrirtækinu í Rússlandi.

Róbert Wessman forstjóri Alvogen segir í tilkynningunni að góð vaxtartækifæri séu fyrir Alvogen í Rússlandi.

„Rússland er einn af okkar sterkustu mörkuðum og við höfum jafnt og þétt verið að styrkja okkar stöðu þar. Lyfjasafn Omega Bittner er hrein viðbót við sölustarfsemi okkar í Rússlandi og eykur samkeppnisstöðu okkar á markaðnum enn frekar.“

Starfsemi Alvogen nær til 35 landa og hjá félaginu starfa um 2.800 starfsmenn. Helstu markaðssvæði fyrirtækisins í Mið- og Austur Evrópu eru Rússland, Rúmenía, Ungverjaland, Úkraína og Búlgaría.

Á Íslandi starfa um 230 vísindamenn á vegum systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech í nýju hátæknisetri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“