fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Tveir lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi – Sagðir hafa lamið liggjandi mann ítrekað með kylfu

Skellti bílhurð margoft á fætur handtekins manns

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 06:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti héraðssaksóknara rannsakar nú kæru á hendur tveimur lögreglumönnum, karli og konu, á höfuðborgarsvæðinu. Hið meinta ofbeldi átti sér stað við Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi. Óskað var eftir aðstoð lögreglu þangað vegna tveggja ölvaðra manna. Mennirnir streittust á móti handtöku og eru lögreglumennirnir þá sagðir hafa beitt þá miklu ofbeldi, svo miklu að annar þeirra tvífótbrotnaði.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar kemur fram að vitni segi lögreglumennina hafa dregið upp kylfur og ítrekað lamið annan manninn þar sem hann lá á jörðinni. Síðan hafi hinum manninum verið ýtt inn í lögreglubíl og hafi annar lögreglumaðurinn skellt bílhurðinni margoft á fætur hans auk þess að lemja hann ítrekað með lögreglukylfu.

Haft er eftir vitninu að það hafi virst hafa farið mjög illa í annan lögreglumannin að ölvuðu mennirnir eru pólskir og hafi ekki virst skilja það sem sagt var við þá.

Vitnið, sem er starfsmaður á Hamborgarabúllunni, sagði að þegar tekist hafði að loka annan Pólverjann inni í lögreglubílnum hafi lögreglumennirnir ekið á brott með hann en skilið hinn eftir en sá hafi verið mjög æstur. Fólki sem sá aðfarir lögreglumannanna hafi verið mjög brugðið enda um gróft ofbeldi að ræða af hálfu lögreglumannanna.

Lögreglumennirnir eru enn við störf en Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti að þeim hefði ekki verið vikið tímabundið frá störfum á meðan málið er til rannsóknar.

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti við Fréttablaðið að málið sé til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki