fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

ÓK lögmenn fjarlægðu færslu um Hafþór Júlíus: „Nú vita ofbeldismenn hvert þeir eiga að leita“

ÓK lögmenn, lögfræðistofa stofnuð af Ólafi Karli Eyjólfssyni, ber saman mál Hafþórs Júlíusar og Gilzenegger

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 26. júní 2017 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÓK lögmenn, lögfræðistofa stofnuð af Ólafi Karli Eyjólfssyni, gagnrýndi á Facebook ákvörðun WOW air að fjarlægja auglýsingu sem sýndi Hafþór Júlíus Björnsson halda á tveimur flugfreyjum, líkt og Vísir greindi frá í gær. Lögmannsstofan hefur nú fjarlægt færsluna eftir að hafa fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni.

Í viðtali í Fréttablaðinu um helgina sagði Thelma Björk Steimann hönnuður og barnsmóðir Hafþórs að hann hefði ítrekað beitt sig ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Síðar neitaði Hafþór því að hafa beitt hana ofbeldi.

„Nú berast fréttir af því að WOW hefur tekið auglýsingu með Hafþóri Júlíusi úr umferð vegna ásakanna barnsmóður hans sem og annarri fyrrverandi kærustu hans, um ofbeldi. Ég held að WOW væri nær að leyfa lögreglu að klára að rannsaka málið, áður en þeir taka afstöðu til málsins.

WOW væri nær að læra af reynslu ja.is sem stökk til á sínum tíma og tók auglýsingu af Gilzenegger af símaskránni, eða réttar sagt límdu yfir hana, áður en málið hafði verið rannsakað. Mál Gilz var síðan fellt niður og því engin ástæða til aðgerða vegna auglýsingar á símaskránni. Við lifum í landi þar sem lög og regla gilda, þmt. sú mikilvæga regla að menn eru taldir saklausir þar til sekt er sönnuð,“ segir í færslu ÓK lögmanna.

Færslan hlaut talsverða gagnrýni í athugasemdum. „Smekklegt! Sérstaklega þegar 3.41% af tilkynntum kynferðisbrotum til lögreglu enda með sakfellingu (skv nýjustu tölfræði sem er aðgengileg og það er áætlað að 10% svona brota séu tilkynnt). S.s. það er nánast vonlaust fyrir þolendur ofbeldis (kynferðis- og heimilisofbeldis þ.e.) að ná fram réttlæti í „réttar“kerfinu hérna. Way to go að senda þessi skilaboð hátt og skýrt til þolenda ofbeldis. Takk,“ skrifar Júlía Birgisdóttir.

Önnur kona tók undir með Júlíu og skrifaði: „Flott auglýsing hjá ykkur, sterk og skýr afstaða með ofbeldi. Nú vita ofbeldismenn hvert þeir eiga að leita þegar þeir fá á sig kæru.“

Gísli Einarsson bendir á að málið snúist fyrst og fremst um ímynd. „Hvaða bull er þetta. Það er sjálfsagt að fyrirtæki vilja ekki láta bendla sig við eitthvað sem mögulega hefur slæm ímyndaráhrif. Að ráða celebs í auglýsingar snýst allt um jákvæða ímynd celebanna. Ímynd Gillz er í rúst þó hann hafi ekki verið sakfelldur og það dettur engu stórfyrirtæki að nota hann í ímyndarauglýsingu. Ímynd Fjallsins er að hrynja hér á landi hvort sem hann verður sakfelldur eða ekki,“ skrifar Gísli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum