fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Hætta póstdreifingu í Vollsmose í Óðinsvéum vegna ofbeldis gegn starfsmönnum – Vill að herinn sjái um gæslu í hverfinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júní 2017 07:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Postnord, áður Post Danmark, hefur ákveðið að hætta póstdreifingu í Vollsmose-hverfinu í Óðinsvéum í kjölfar ofbeldis og hótana gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins. Vollsmose er eitt versta gettó Danmerkur og ástandið þar er oft á tíðum eldfimt. Jane Jegind, sem situr í borgarstjórn Óðinsvéa, leggur til að danski herinn verði kallaður til og látinn halda uppi lögum og reglum í hverfinu.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Á miðvikudag í síðustu viku var brotist inn í bíl Postnord í Vollsmose og ökumanni hans ógnað. Á föstudaginn var veist að starfsmanni póstsins og henni hótað og sagt að vitað væri hvenær pósturinn væri borinn út og að starfsmenn Postnord ættu að halda sig fjarri hverfinu.

Jane Jegind sagði í samtali við Fyens Stiftstidende að nú væri nóg komið, hér sé um Danmörku að ræða og ef lögreglan sé ekki í stakk búin til að halda uppi lögum og reglu í Vollsmose þá verði að kalla herinn til starfa í hverfinu.

Kristian Pihl Lorenzen, talsmaður ríkisstjórnarflokks Venstre í póstmálum, sagði í samtali við TV2 Fyn að nota verði alla möguleika til að tryggja póstdreifingu og það sé verkefni lögreglunnar. Ef hún hafi þörf fyrir liðsauka þá geti hún fengið hann hjá hernum.

Íbúar í Vollsmose fá því hvorki pakka, bréf né annað með Postnord þessa dagana en Postnord vonast til að geta hafið dreifingu á bréfum og blöðum á miðvikudaginn en ekki er vitað hvenær verður hægt að byrja útkeyrslu á pökkum á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn
Fréttir
Í gær

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru
Fréttir
Í gær

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“