fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Svona lítur neyðarvegabréfið út

Auður Ösp
Föstudaginn 12. maí 2017 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir þá umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. Almenn vegabréf verða áfram gefin út fyrir umsækjendur sem ferðast utan Evrópu.

Þessar ráðstafanir koma til framkvæmda í dag 12. maí og gilda til fram í júní. Þær eru nauðsynlegar vegna tafa á afhendingu vegabréfabóka frá framleiðanda þeirra í Kanada sem hann segir stafa af bruna í verksmiðju og skorti á öryggispappír til framleiðslunnar.

Á meðfylgjandi ljósmyndum má sjá hvernig umrætt neyðarvegabréf lítur út. Um er að ræða svipaða bók og almenn vegabréf. Upplýsingar í bókina eru handskrifaðar inn.

Í tilkynningu segir að lager vegabréfabóka í landinu dugi ekki til að gefa út almenn vegabréf handa öllum umsækjendum. Við því er nú brugðist á þennan hátt til að tryggja að allir umsækjendur fái ferðaskilríki, komist ferða sinna og verði fyrir sem minnstum óþægindum.

Neyðarvegabréf eru talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þykja ekki nægilega örugg utan Evrópu, meðal annars vegna þess að þau eru ekki lesanleg rafrænt.

Þessar sérstöku aðstæður kalla á að Þjóðskrá Íslands fái upplýsingar um dagsetningar ferða og áfangastaði frá þeim sem hafa sótt um eða hyggjast sækja um vegabréf fyrir 10. júní. Það gerist með því að viðkomandi fyllir út eyðublað á vefnum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt í þjónustuver í síma 515 5300.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Í gær

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“

Deilt á nígerísku brúðina sem gifti sig á Íslandi – „Hann er eiginmaður þinn, yfirmaður þinn. Það þýðir ekkert að hringja í pabba lengur“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega