fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

„Við náðum honum“

Loksins góðar fréttir í þessu óhugnanlega máli

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 16. apríl 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. ágúst í fyrrasumar fór hin 27 ára gamla Vanessa Marcotte út að skokka. Vanessa var starfsmaður Google í New York en þennan örlagaríka dag var hún í heimsókn hjá móður sinni í Massachusetts. Þetta var í síðasta sinn sem Vanessa sást á lífi því hún var myrt skammt frá heimili móður sinnar um hábjartan dag.

Undanfarna átta mánuði eða svo hefur lögregla lagt ríka áherslu á að finna þann seka. Sú vinna virðist hafa borið árangur á föstudag því þá var hinn 31 árs gamli Angel Colon-Ortiz handtekinn. Grunur leikur á að Angel hafi ráðist á Vanessu og veitt henni banvæna áverka.

Angel var stöðvaður af lögreglu á föstudag en það gerðist eftir að lögreglumönnum hafði verið gert viðvart um bíl og mann sem sást á sömu slóðum og Vanessa var á þegar hún var myrt. Í frétt Boston Globe kemur fram að hann hafi veitt heimild til að taka DNA-sýni og leiddi rannsókn á því í ljós að það kom heim og saman við sýni sem fannst á höndum Vanessu.

Lögregla telur að Vanessa hafi barist hetjulega við Angel og veitt honum talsverða áverka áður en hann banaði henni. „Við náðum honum. Það var fyrir hennar baráttu sem við gátum fundið DNA-sýni frá morðingjanum,“ segir Joseph Early Jr. saksóknari í málinu.

Angel hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar en ákæra vegna morðsins verður gefin út innan skamms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ferðamaður sér eftir að koma til Íslands – „Þetta er hávær, niðurdrepandi, ljótur og dýr staður“

Ferðamaður sér eftir að koma til Íslands – „Þetta er hávær, niðurdrepandi, ljótur og dýr staður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi