fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Daði Freyr rændi sjö ára dóttur hennar og misnotaði: „Í dag er dóttir mín hrædd. Í dag veit hún að maðurinn sem rændi henni gengur laus“

„Við höfum óttast þennan dag,“ segja foreldrar stúlku sem var aðeins sjö ára þegar Daði Freyr Kristjánsson nam hana á brott.

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. apríl 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag er dóttir mín hrædd. Í dag veit hún að maðurinn sem rændi henni og vinkonu hennar þegar þær voru aðeins sjö ára gamlar gengur laus og er kominn í hverfið. Átti ekki að láta neinn vita? Af hverju fáum við ekki að vita að maðurinn sem rændi börnunum okkar er laus úr fangelsi? Mér finnst þetta bara hræðilegt verklag og fáránleg vinnubrögð. Hvað ef dóttir mín hefði rekist á hann á götu úti?“ spyr móðir tólf ára stúlku sem fyrir fimm árum var, ásamt jafnöldru sinni, numin á brott við strætóbiðskýli í Rofabæ.

Þar var á ferðinni Daði Freyr Kristjánsson en hann keyrði með stúlkurnar, sem þá voru aðeins sjö ára, að Hádegismóum á malarveg sunnan við Morgunblaðshúsið. Þar stöðvaði hann bifreiðina, settist aftur í til þeirra og þuklaði á þeim. Í dómnum segir að Daði Freyr hafi kysst aðra stúlkuna á kinnina og snert maga og læri þeirra utan klæða. Þegar þær fóru að gráta fór Daði með þær aftur þangað sem hann hafði þvingað þær upp í bílinn og skildi þær þar eftir. Daði gaf sig síðan sjálfviljugur fram við lögreglu eftir að lögregla lýsti eftir honum með ljósmynd í fjölmiðlum. Daði Freyr var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir barnaránið og misnotkunina.

Er það dómur sem foreldrar stúlknanna eiga enn erfitt með að sætta sig við.

Ekkert eftirlit þrátt fyrir alvarleg brot

Líkt og DV greindi frá í síðasta helgarblaði er Daði Freyr laus úr fangelsi, hefur afplánað dóm sinn og er ekki undir neinu sérstöku eftirliti – ekki frekar en aðrir einstaklingar sem gerst hafa sekir um mjög alvarleg kynferðisbrot gagnvart börnum. Þá er engin sérstök eftirfylgni á vegum yfirvalda heldur, sem þýðir að þeim sem ætla að brjóta gegn börnum aftur og hafa til þess einbeittan brotavilja eru engar sérstakar hindranir settar. Í mörgum tilfellum skipta níðingarnir um nöfn og flytja í nýtt sveitarfélag. Þetta hefur valdið þungum áhyggjum hjá foreldrum í Árbæ en einn viðmælenda DV sagðist ekki leyfa barninu sínu að leika sér úti lengur án eftirlits.

Daði Freyr gaf sig fram við lögreglu sem auglýsti eftir honum í fjölmiðlum með þessu skjáskoti úr öryggismyndavél.
Gaf sig fram eftir birtingu þessarar myndar Daði Freyr gaf sig fram við lögreglu sem auglýsti eftir honum í fjölmiðlum með þessu skjáskoti úr öryggismyndavél.

„Ég einfaldlega skil þetta ekki. Hvernig getur það verið að svona hættulegir menn fái að ganga lausir án þess að nokkur fylgist með? Ég átta mig vel á því að hann hefur afplánað sinn dóm. En hvaða dómur var það? Eigum við að renna yfir það sem gerðist? Hann sér þær ganga frá skólanum og inn í Krónuna og eltir þær þangað inn. Hann fylgist með þeim, eltir þær út og króar þær af. Síðan villir hann á sér heimildir, lokkar þær upp í bílinn sinn á sama tíma og hann þykist vera starfsmaður Krónunnar. Hann hótar að siga lögreglunni á þær og fær þær þannig með sér. Þær voru sjö ára,“ segir móðir stúlkunnar sem hefði viljað mun þyngri dóm. Að ósk fjölskyldunnar verður ekki greint frá nafni hennar.

Dauðhrædd og vill að allt sé læst

„Hann í raun sviptir þær frelsi sínu og brýtur gegn þeim. Þrjú ár fyrir þetta? Í fyrsta lagi er hann að brjóta gegn tveimur einstaklingum og því ætti hann eiginlega að fá þennan dóm tvöfaldaðan. Þeir sem ræna börnum geta átt von á allt að sextán ára fangelsi hér á landi og það er dómur sem ég vildi sjá – ég vildi sjá hann dæmdan fyrir barnsrán. Við foreldrarnir höfum talað um þetta eftir dóminn. Við vildum sjá hann fá átta ár.“

Móðir stúlkunnar segir brottnámið hafa haft hræðileg áhrif á dóttur hennar. Þau hafi á tímabili þurft að sannfæra hana á hverju kvöldi um að allir gluggar væru lokaðir og útidyrnar harðlæstar. Einnig helltist yfir hana ótti. Ótti við að vera ein.

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli