Læknir mælir með hollum mat, hreyfingu og vítamínum
„Ef þú átt þá guðsmynd í huga þér að guð sé refsari, sem við minnsta tilefni refsi þér og þú munir þurfa að lifa í nagandi ótta yfir, þá hefur það þveröfug áhrif. Það eykur stress og vinnur gegn ónæmiskerfinu. Þetta er lítið dæmi um það að trú getur svo sannarlega verið farvegur blessunar og reynst vel,“ sagði Guðni og bætti við að margar fallegar sögur væru til af jákvæðum áhrifum trúarinnar á andlega líðan. segir Guðni Már Harðarson prestur í Lindakirkju en í nýlegum þætti á Útvarpi Sögu vitnaði hann í rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa bænaástundunar á ónæmiskerfið.
Guðni Már var gestur í Síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu seinasta föstudag þar sem meðal annars var rætt um kristin gildi í nútímasamfélagi, og hvernig andrými gagnvart kirkjunni hefur breyst á undanförnum árum. Sjálfur kvaðst Guðni vera alinn upp hjá foreldrum sem báðu fyrir honum og sagði hann trúna á æðri mátt hafa reynst honum stoð og stytta í lífinu.
Þá benti hann jafnframt á rannsóknir dr. Sigríðar Halldórsdóttur, prófessors í hjúkrunarfræði, frá því um miðbik tíunda áratugarins og sagði þær sýna fram á ótvíræð áhrif trúarinnar á andlega vellíðan. Bænin gæti þannig haft sömu styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið og köld sturta og sjósund.