fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Sjö nýjar Airbus-vélar í flota WOW air

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 31. mars 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö nýjar Airbus-flugvélar munu bætast við flota WOW air og verða flugvélar félagsins því 24 í lok árs 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu sem WOW air sendi fjölmiðlum á fimmtudag.

„Hæst ber að nefna fjórar glænýjar Airbus A330-900neo breiðþotur sem leigðar eru til tólf ára frá CIT Aerospace International. Þetta er nýjasta afurð Airbus framleiðslunnar en viðhengið „NEO“ stendur fyrir „New Engine Option“ sem þýðir ný tegund hreyfla sem minnkar eldsneytisnotkun um 14% miðað við núverandi tækni. Þetta er því hagkvæmasta breiðþotan á markaðnum í dag. Airbus NEO vélarnar eru þægilegri, langdrægari og hljóðlátari en fyrri gerðir. Í vélunum verða 365 sæti þar af 42 sæti sem eru stærri, breiðari og með auknu sætabili,“ segir í tilkynningunni.

Langdrægni þessara véla er talsverð, eða 9.750 kílómetrar, og gætu þær flogið til Hong Kong eða Honolúlú frá Keflavíkurflugvelli. Listaverð hverrar vélar er 291 milljón Bandaríkjadala.

Þá hafa verið keyptar tvær Airbus A321ceo („Current Engine Option“) flugvélar beint frá Airbus og ein Airbus A321neo flugvél leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Vélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun félagsins í Norður-Ameríku og víðar en þessi viðbót þýðir 50 prósenta sætafjölgun fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“