fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Skúta á Hafnarfjarðarvegi

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 11. febrúar 2017 16:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn ráku vísast upp stór augu þegar þeir keyrðu fram á skútu sem stödd var á Hafnarfjarðarvegi rétt fyrir klukkan þrjú í dag, enda hálfgerður þorskur á þurru landi, ef svo mætti að orði komast. Þessu greinir fréttaveita Vísis frá. Það var nú ekki svo að skútan hafi strandað á veginum, enda harla ólíklegt. Skútan hafði einfaldlega fallið af kerru bíls við flutning og urðu töluverðar tafir á bílaumferð sökum óhappsins.

Samkvæmt lögreglu urðu engin slys á fólki af völdum óhappsins en mestu tafirnar voru á meðan beðið var eftir að flutningabíll fjarlægði skútuna. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu hefur báturinn nú verið fjarlægður af Hafnarfjarðarvegi og er mönnum auðið að aka eftir Hafnarfjarðarvegi án þess að skúta hindri för.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“
Fréttir
Í gær

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal