fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Sungu Amazing Grace til að minnast Birnu

Auður Ösp
Mánudaginn 23. janúar 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í morgun komu nokkur hundruð manns komu saman fyrir utan ræðisskrifstofu Íslands í Nuuk í Grænlandi í gærkvöldi til að minnast Birnu Brjánsdóttur. Var meðal annars tendrað á kertum. Meðfylgjandi myndband var birt á facebooksíðu viðburðarins.

Á myndskeiðinu má sjá hóp fólks syngja saman hinn þekkta gospelsálm Amazing Grace en óhætt er að segja að samhugurinn og sorgin skili sér einkar vel í flutningnum.

Talið er að um 400 manns hafi komið saman þegar mest lét, en fólk kom einnig saman í öðrum bæjum og þorpum í Grænlandi, þar á meðal Nanortalik og Qaqortoq.

„Það er lítið sem maður getur gert þegar svona hörmulegir hlutir gerast, en mig langaði að sýna samúð Grænlendinga með íslensku þjóðinni í verki. Samband okkar við Íslendinga er náið og það er gott að geta sýnt samúð á þennan hátt,“ segir Aviâja E. Lynge sem skipulagði viðburðinn í samtali við grænlenska fjölmiðilinn Sermitsiaq.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Í gær

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“