fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Ásdís Halla gagnrýnir Birgittu: „Stjórnmálamenn virðast sumir hverjir líta á það sem skyldu sína að koma í veg fyrir að stjórnvöld nái árangri“

Birgitta segir marga eiga um sárt að binda vegna óstjórnar undanfarin ár

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. janúar 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórnmálamenn virðast sumir hverjir líta á það sem skyldu sína að koma í veg fyrir að stjórnvöld nái árangri. Ef fólk vill raunverulega breyta menningunni í stjórnmálum er fyrsta skrefið að óska nýrri ríkisstjórn góðs gengis. Að því búnu ættu menn að velta fyrir sér hvað þeir geta gert til að hjálpa henni að ná góðum árangri fyrir land og þjóð. Það hefur ekkert með puntudúkkur að gera.“

Þetta skrifar Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar á Facebook í gærkvöldi og vísar þar til ummæla Birgittu Jónsdóttur þingflokksformanns Pírata sem hefur sagst ekki hafa áhuga á að vera puntudúkka á þingi og vonar að hún hafi ekki verið kosin til þess.

Birgitta hefur verið gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir að vilja leggja fram vantraust á ríkisstjórnina um leið og þing kemur saman. Birgitta skrifaði á Facebook í gær að hún muni að sjálfsögðu halda áfram að „styðja góð málefni og berjast gegn ólögum“ Eyjan greinir frá. Birgitta segir þar að allt of margir eigi um sárt að binda vegna óstjórnar og máttleysis í að berjast gegn slæmum stefnumálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“

Tekist á um eitt trjálausasta svæði höfuðborgarsvæðisins – „Tré til að byrgja fyrir útsýni? Nei takk“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“